Gæsluvarðhald yfir karlmanni á þrítugsaldri sem er grunaður um að hafa stungið karlmann á fertugsaldri í Grafarvogi í síðasta mánuði hefur verið framlengt til 9. desember.
Gæsluvarðhald yfir manninum átti að renna út síðastliðinn fimmtudag, en fram kom í tilkynningu lögreglunnar í síðasta mánuði að maðurinn sem varð fyrir árásinni hefði hlotið lífhættulegan stunguákverka á líkama. Hann var fluttur á bráðamóttöku þar sem gert varð að sárum hans.
„Rannsókn málsins miðar vel. Við erum með góða mynd af því sem þarna gerðist og erum að bíða eftir sérfræðigögnum, læknisvottorðum og þess háttar,“ segir Eiríkur Valberg, fulltrúi í miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, við mbl.is.