Grasrótin veitir Þórhildi Sunnu umboðið

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir.
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, oddviti Pírata í Suðvesturkjördæmi, hefur fengið umboð grasrótar til þess að taka átt í stjórnarmyndunarviðræðum fyrir hönd flokksins eftir komandi kosningar.

Umboðið gildir um allar viðræður, formlegar og óformlegar, að því er flokkurinn greinir frá í tilikynningu. 

„Fyrst og fremst er ég þakklát félögum mínum fyrir traustið og full tilhlökkunar fyrir komandi kosningum. Þá vil ég segja svo það sé alveg skýrt að atkvæði greitt Pírötum verður ekki notað til þess að mynda stjórn með Sjálfstæðisflokki eða Miðflokki. Þetta eru gríðarlega mikilvægar kosningar þar sem áherslur Pírata á gagnsæi, öflugar spillingarvarnir og upplýsingarétt almennings hafa sjaldan átt jafn mikið erindi og nú, þegar hvert spillingarmálið hefur rekið annað án þess að heiðarleg tilraun hafi verið gerð til þess að rannsaka þau eða upplýsa almenning,“ er haft eftir Þórhildi Sunnu í tilkynningu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert