Hjúpur Hörpu prýddur setningum úr Hávamálum

Setningar úr Hávamálum prýddu hjúp Hörpu í gær.
Setningar úr Hávamálum prýddu hjúp Hörpu í gær. mbl.is/Hákon

Í tilefni af Degi íslenskrar tungu á laugardaginn, og í tilefni þess að fyrstu handritin hafa verið flutt í Eddu, hús íslenskunnar, prýddu setningar úr Hávamálum hjúp Hörpu um helgina.

Setningarnar sem prýddu Hörpu eru sóttar í fornkvæðið Hávamál, lagt í munn Óðni og skráð á 13. öld í Konungsbók eddukvæða.

Á hjúp Hörpu mátti meðal annars lesa eftirfarandi spakmæli:

Maður er manns gaman

Vits er þörf þeim sem víða ratar

Deyr fé, deyja frændur

Í tilefni af Degi íslenskrar tungu í gær skartaði hjúpur …
Í tilefni af Degi íslenskrar tungu í gær skartaði hjúpur Hörpu í gær fornri visku úr Hávamálum. mbl.is/Hákon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert