Höfum áhyggjur af Kína og Kárhóli

Þórdís Kolbrún utanríkisráðherra í málstofu um öryggismál.
Þórdís Kolbrún utanríkisráðherra í málstofu um öryggismál. Ljósmynd/Orri Úlfarsson

Íslensk stjórnvöld hafa áhyggjur af hinni kínversk-íslensku norðurheimskautsrannsóknarmiðstöð í Þingeyjarsveit, sem nota mætti til fjölþættari athugana en á norðurljósum einum.

Þetta kom fram á málþingi um öryggi og varnarmál á norðurslóðum, sem haldið var í Lundúnum í liðinni viku á vegum RUSI (Royal United Services Institute) í samstarfi við sendiráð Íslands og Arion banka. Þar voru viðstaddir sérfræðingar á þessu sviði, bæði borgaralegir og hernaðarlegir, en spurningin um Kárhól kom frá einum þeirra.

„Þetta er viðkvæmt mál og við reynum að nálgast það af jafnvægi,“ sagði Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra. Hún sagði að Íslendingar vildu gjarnan að fleiri ríki, helst bandamenn, ættu aðild að rannsóknarmiðstöðinni og starfsemin þar yrði opnari.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert