Hverfa þarf frá höfuðborgarstefnu

Álf­hild­ur Leifs­dótt­ir, oddviti Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi, tel­ur Norðvest­ur­kjör­dæmi hafa orðið eft­ir og seg­ir að hverfa þurfi frá svo­kallaðri höfuðborg­ar­stefnu.

„Það þarf aðeins að hverfa frá þess­ari höfuðborg­ar­stefnu yfir í lands­byggðar­stefnu. Að það slokkni ekki fleiri ljós held­ur að við byggj­um upp lands­byggðina því við erum ekk­ert hvert án ann­ars.“

Vill strangar reglur

Álf­hild­ur seg­ir sjókvía­eldið komið til að vera en vill þó sjá strang­ar regl­ur í kring­um grein­ina. Hún tel­ur t.d. að það eigi að skoða að gera kröfu um að eig­end­ur fyr­ir­tækj­anna séu ís­lensk­ir.

„Mögu­lega þarf líka bara að setja eitt­hvert há­mark eins og er í sjáv­ar­út­vegi. Að það sé bara ein­hver há­marks­stærð á þess­um fyr­ir­tækj­um og að þau séu bara í ís­lenskri eigu,“ seg­ir Álf­hild­ur. Í viðtal­inu er einnig rætt um orku­öfl­un, en hún geld­ur var­hug við að byggja Vatns­dals­virkj­un enda á friðuðu svæði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert