Landssamband eldri borgara stendur í dag fyrir kosningafundi með frambjóðendum allra flokka sem bjóða fram á landsvísu.
Málefni fundarins verða þau mál sem brenna mest á eldri borgurum þessa lands, svo sem; kjaramál, heilbrigðismál og húsnæðismál.
Fundurinn verður haldinn í Húsi Fagfélaganna og stendur frá klukkan 16 til 18.
Streymt verður frá fundinum hér á mbl.is.
Frambjóðendur allra flokka sem bjóða fram á landsvísu munu kynna sín stefnumál í þeim málaflokkum sem snúa að eldri borgurum og að því loknu verða pallborðsumræður þar sem spurningum almennings verður beint til frambjóðenda.
Fundarstjóri verður Arnar Páll Hauksson.