Drónabann yfir Grindavík

Drónabannið gildir til miðnættis 31. desember.
Drónabannið gildir til miðnættis 31. desember. mbl.is/Árni Sæberg

Vegna eldgoss og nauðsynlegs neyðar- og rannsóknaflugs hefur Samgöngustofa, að beiðni Samhæfingarstöðvar Almannavarna, bannað allt drónaflug yfir Grindavík.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samgöngustofu en þar segir að bannið nær yfir svæði sem kallast BIR65 og gildir frá yfirborði (SFC) upp í 1500 fet yfir sjávarmáli (AMSL).

Viðbótar takmarkanir eru á svæði BIR4, sem nær frá 1500 fetum upp í 2500 fet yfir sjávarmáli, innan 2 sjómílna radíuss í kringum hnit 63°53'22"N 022°22'38"W.

Drónabannið gildir til miðnættis 31. desember.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert