Gasdreifingarspá vegna eldgossins

Myndin sýnir hvar megi búast við gasmengun næsta sólarhring.
Myndin sýnir hvar megi búast við gasmengun næsta sólarhring. Kort/Veðurstofa Íslands

Gasmengun frá gosstöðvunum fer til suðurs í nótt með norðanáttinni, að því er fram kemur á vef Veðurstofunnar.

Á morgun, fimmtudag, er spáð austlægari vindum og mun gasmengunin því berast til vesturs og suðvesturs.

Verður gasmengunar líklega vart í Grindavík, Svartsengi og Reykjanesbæ.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert