Varaafl heldur vinnslu í Svartsengi gangandi

Hraunið rennur bæði til norðurs og vesturs frá gosstöðvunum.
Hraunið rennur bæði til norðurs og vesturs frá gosstöðvunum. Ljósmynd/Hörður Kristleifsson

Þrátt fyrir að Svartsengislína hafi dottið út nú fyrir skömmu gekk vel að koma varaafli á virkjunina og þannig halda heitavatnsframleiðslu gangandi án neinna tafa. Þetta staðfestir Birna Lárusdóttir, upplýsingafulltrúi HS Orku, í samtali við mbl.is.

Virkjunin framleiðir meðal annars meirihluta heits vatns fyrir Suðurnesin.

Heita­vatns­fram­leiðsla í Svartsengi er háð bæði köldu vatni og raf­magni, en kalda vatnið kem­ur með lögn úr Lág­um, norðvest­an við Svartsengi og raf­magn kom með Svartseng­is­línu. Kalda­vatns­lögn­in er að hluta til í jörðu, líkt og heita­vatns­lögn­in sem lögð var að hluta í jörð í fe­brú­ar eft­ir að heitt vatn fór af stór­um hluta Suður­nesja.

Hraun hef­ur þegar runnið yfir báðar lagn­irn­ar, en Tóm­as Már Sig­urðsson, for­stjóri HS Orku og Run­ólf­ur Þór­halls­son, sett­ur sviðsstjóri al­manna­varna, eru bjart­sýn­ir á að þær lagn­ir haldi.

Svartsengislína datt út eftir að hraun frá eldgosinu rann undir línuna. Þrátt fyrir að hækkað hafi verið undir möstur línunnar fyrr í ár, þá olli gríðarlegur hiti frá hrauninu því að línan seig og sló að lokum út.

Hraun rann undir Svartsengislínu og olli gríðarlegur hiti þess því …
Hraun rann undir Svartsengislínu og olli gríðarlegur hiti þess því að línan seig og sló að lokum út. Varaaflsstöðvar í Svartsengi halda þó framleiðslu á heitu vatni þar áfram gangandi. Ljósmynd/Björn Oddsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert