Vatnsleki varð hjá Brauð & co í Fákafeni í morgun eftir að lögn fyrir kalt vatn sprakk í loftræstikerfi.
Að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu barst útkallið um tíuleytið í morgun. Þegar slökkviliðið kom á staðinn var þriggja til fjögurra sentímetra hátt vatnsyfirborð á um 40 fermetra svæði.
Hreinsunarstarf tók um eina klukkustund og var tjónið óverulegt, að sögn varðstjórans.