Virknin dregist saman um 600 metra

Ljósmynd af eldgosinu í morgun.
Ljósmynd af eldgosinu í morgun. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Virkni á gossprungunni í Sundhnúkagígaröðinni hefur dregist saman um 600 metra frá syðri enda, samkvæmt drónamælingum sérsveitar ríkislögreglustjóra.

Virknin er nú mest um miðbik gossprungunnar, milli Stóra-Skógfells og Sýlingarfells, að sögn Veðurstofu Íslands.  

Sjö ferkílómetra hraunbreiða í morgun

Hraunbreiðan úr eldgosinu, sem hófst í gærkvöldi, hafði klukkan 6.16 í morgun náð tæplega sjö ferkílómetra útbreiðslu, samkvæmt gervitunglamynd.

Jarðskjálftavirkni minnkaði verulega stuttu eftir að gos hófst og síðan þá hafa aðeins örfáir skjálftar mælst.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka