Maður var handtekinn í miðborg Reykjavíkur í dag vegna gruns um fíkniefnamisferli. Við leit lögreglu fundust ætluð fíkniefni í söluumbúðum og var maðurinn vistaður í fangageymslu. Málið er í rannsókn.
Þetta segir í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna verkefna hennar frá 5 í morgun til 17 í dag.
Tilkynnt var um þjófnað í Vesturbænum þar sem einn var handtekinn. Við skoðun reyndist hann eftirlýstur í öðru máli og var vistaður í fangageymslu lögreglunnar.
Þá var tilkynnt um umferðarslys í Hafnarfirði þar sem ekið hafði verið á tvo kyrrstæða bíla og svo á brott. Ekki urðu slys á fólki en ökumaðurinn er ófundinn.