Reykjavík tefur uppbyggingu

Willum Þór Þórsson, oddviti Framsóknar í Suðvesturkjördæmi og heilbrigðisráðherra, segir að hraða þurfi uppbyggingu hjúkrunarheimila. Hann viðurkennir að stjórnvöld hafi ekki tryggt nægjanlega uppbyggingu.

„Þarna höfum við ekki staðið okkur nægjanlega vel og ég get þá bara tekið ábyrgð á því,“ segir Willum.

Ríki og sveitarfélög hafa unnið saman að uppbyggingu hjúkrunarheimila. Meðal ástæðna fyrir síður góðu gengi í uppbyggingu er fjárhagur Reykjavíkurborgar.

„Það blasir alveg við að Reykjavík hefur átt undir högg að sækja með fjárhag Reykjavíkurborgar og með 15% í slíkri uppbyggingu er kannski freistnivandi til þess að geyma það,“ segir Willum.

Miðað við skoðanakannanir er Willum eini ráðherra Framsóknar sem myndi haldast inni á þingi. Spurður hvort hann sé tilbúinn að taka sér formennsku í flokknum segir Willum: „Ég tek alla slíka ábyrgð.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert