Sjálfstæðisflokkurinn mun stærri hjá Gallup

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/María Matthíasdóttir

Samfylkingin mælist með um 20% fylgi í nýrri könnun Gallups og er stærri en Viðreisn. Sjálfstæðisflokkurinn kemur umtalsvert betur út í könnun Gallup heldur en í könnun Prósents.

Þetta kom fram í Speglinum á Rás 1.

Samfylking fær 20,2% fylgi og Viðreisn mælist með 18,1% fylgi. Í könnun Prósents fyrr í dag var Viðreisn með 22% fylgi en Samfylkingin rétt rúmlega 18% fylgi.

Sjálfstæðisflokkur með 16% fylgi

Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 16% fylgi, sem talsvert meira fylgi heldur en hann mælist með hjá Prósent. Hjá Prósent mældist flokkurinn með 11,5%.

Flokkur fólksins sækir í sig veðrið og mælist með 13,1% fylgi á sama tíma og Miðflokkurinn dalar og mælist með 12,2% fylgi.

Framsókn mælist inn á þing með 6,2% fylgi og Sósíalistar næðu einnig manni inn á þing, en þeir mælast með 5,1% fylgi.

Píratar mælast með rétt rúmlega 4,1% fylgi og Vinstri Græn mælast með rúmlega 3,3% fylgi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert