Vinna að því að verja rafmagnsmöstur við Svartsengi

Unnið er að því að kæla hraunið til að stöðva …
Unnið er að því að kæla hraunið til að stöðva rennslið. Ljósmynd/Brunavarnir Suðurnesja

Landsnet og Brunavarnir Suðurnesja leggja nú allt kapp í að verja tvær rafmagnsstæður í Svartsengislínu.

Frá þessu greinir Landsnet í færslu á Facebook. 

Brunavarnir Suðurnesja fengu beiðni frá Landsneti klukkan 18 í kvöld þar sem rafmagnsmastur frá HS Orku var í hættu vegna hraunflæðis. Unnið er nú að kælingu hraunsins til að stöðva rennslið. 

Reynst hefur erfitt að fá vatn inn á svæðið.
Reynst hefur erfitt að fá vatn inn á svæðið. Ljósmynd/Brunavarnir Suðurnesja

Erfitt að fá vatn inn á svæðið

Næstu skref eru að styrkja rósetturnar sem stæðurnar standa á og er nú unnið að því að koma jarðvegi að þeim. 

Erfiðlega hefur gengið að fá vatn inn á svæðið að því er segir í færslu Brunavarna Suðurnesja á Facebook. Dælubíll og tankbíll voru sendir á vettvang en tankbíllinn flytur allt að 15 þúsund lítra af vatni og dælubíllinn 3.000 lítra. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert