Ökumaður í símanum valdur að umferðarslysi

Maðurinn er einnig grunaður um akstur undir áhrifum áfengis og …
Maðurinn er einnig grunaður um akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Tilkynnt var um umferðarslys í Hafnarfirði í morgun en ökumaður viðurkenndi að hafa verið í símanum. 

Hann er einnig grunaður um að hafa verið undir áhrifum áfengis og fíkniefna og var vistaður í fangageymslu. Enginn slys urðu á fólki en bíllinn er mikið skemmdur.

Þá voru þrír menn handteknir í Hafnarfirði grunaðir um innbrot í Hlíðahverfi í Reykjavík aðfaranótt laugardags. Þeir voru vistaðir í fangageymslu.

Tilkynnt var um líkamsárás í hverfi 108 í Reykjavík í morgun. Árásarmaðurinn var farinn af vettvangi þegar lögreglu bar að garði en fannst skömmu síðar í hverfinu. 

Áverkar þess sem fyrir árásinni varð voru minniháttar, en árásarmaðurinn var vistaður á viðeigandi stofnun, að segir í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert