Vantar leiðbeiningar um rafgeyma

Endurnýting Netpartar eru með sérstakan 40 feta gám á lóðinni …
Endurnýting Netpartar eru með sérstakan 40 feta gám á lóðinni þar sem er passað upp á hita- og rakastig. Morgunblaðið/Eggert

Endurnýting drifrafgeyma rafmagnsbíla er stutt á veg komin og ekki liggja fyrir skýrar leiðbeiningar frá stjórnvöldum, að mati þjónustuaðila, um örugga meðferð geymanna eftir að bílarnir fara úr umferð. Þjónustuaðilar eins og partasölur fá ekki greitt fyrir að taka geymana úr og er vísað á förgunarstöðvar.

Fá ekki greitt fyrir geymana

Aðalheiður Jacobsen, eigandi og framkvæmdastjóri Netparta, segir að þjónustuaðilarnir fái greiddar 8.000 krónur fyrir að gera bíl tilbúinn til endurvinnslu með því að tappa olíum af og taka af þeim dekkin, en fái ekki greitt fyrir drifrafgeyminn.

„Miðað við þær leiðbeiningar sem ég hef fengið hjá úrvinnslusjóði, sem eru engar, gæti ég hent bílnum með rafhlöðunni í járnahrúguna. Það er ekkert sem segir að ég þurfi að taka rafgeyminn úr bílnum. Ég hef ekki fengið neinar leiðbeiningar um hvernig ég eigi að meðhöndla þessi batterí, aðrar en þær að ég geti skilað þeim til förgunaraðila. Þannig að það er undir mér komið hvort ég tek þær úr bílnum eða hvort ég hendi þeim með flakinu.“

Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu í gær, laugardag.

Drifrafgeymar Ekki er búið að innleiða verklag um endurvinnslu drifrafhlaðna …
Drifrafgeymar Ekki er búið að innleiða verklag um endurvinnslu drifrafhlaðna hjá úrvinnslusjóði og rafhlöðureglugerðin er orðin gömul. Morgunblaðið/Árni Sæberg
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert