Rannsóknarsetur verslunarinnar (RSV) hefur valið jólagjöf ársins 2024. Jólagjöfin er allt fyrir pizzagerðina.
Segir í tilkynningu frá Rannsóknarsetrinu að jólagjöfin sameini fjölskylduna í samveru við gerð „föstudagspizzunnar“ og sé afar nytsamleg.
Þá einskorðast gjöfin heldur ekki við einn hlut heldur getur hver og einn sniðið hana að sínum fjárhag en hægt er að finna fylgihluti fyrir pizzagerð í öllum verðflokkum.
„Tíðarandinn virðist kalla á aukið notagildi jólagjafa og einkenndust tillögur rýnihópsins að jólagjöf ársins af auknu notagildi fyrir alla fjölskylduna, aukinni samveru og fjölbreytni í verði,“ segir í tilkynningunni.
Kemur þá fram að karlar voru tvöfalt líklegri til þess að óska sér ástar, gleði, hamingju og friðar en konur, ásamt því sem þeir voru helmingi líklegri til þess að óska sér bóka í ár.
Segir að konur vildu fremur fatnað og fylgihluti en karlar og voru auk þess líklegri til þess að óska sér raf- og heimilistækja.
RSV hefur valið jólagjöf ársins frá árinu 2006, en það árið var ávaxta- og grænmetispressa fyrir valinu.
Jólagjöf ársins í fyrra voru samverustundir