Píratar virðast ekki slá hönd á móti ríkisstjórnarsamstarfi við Viðreisn samkvæmt ummælum tveggja flokksmanna stjórnmálaflokksins.
Guðbrandur Einarsson, oddviti Viðreisnar í Suðurkjördæmi, skrifaði í dag færslu á Facebook þar sem hann sagði fyrirsögn Morgunblaðsins frá í gær vera ósanngjarna þar sem aðeins var birtur hluti úr oddvitaviðtali sem hann fór í.
Þar var fullyrt að Guðmundur vildi í stjórn með Pírötum og Samfylkingunni.
Áréttar Guðmundur að flokksmenn Viðreisnar gangi óbundnir til kosninga.
„Við ætlum að mynda samhenta ríkisstjórn sem nær samstöðu um að ráðast í það mikilvæga verkefni að minnka hér verðbólgu og lækka vexti.
Síðan ætlum við að taka utan um unga fólkið okkar og hlúa að andlegri heilsu þess. Og við ætlum eftir sem áður að standa vörð um frelsi fólks til þess að ráða sér sjálft,“ segir í færslunni.
Við færsluna skrifar Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, oddviti Pírata í Suðvesturkjördæmi, að Píratar séu „alveg til í opið samband.“
Gísli Rafn Ólafsson, sem skipar annað sæti á lista Pírata í Suðvesturkjördæmi, skrifar einnig athugasemd þar sem Gísli segist vilja fara í ríkisstjórn með Guðbrandi.
Sjálfur hefur Guðbrandur ekki svarað pírötunum, enn sem komið er.