Þrír skipa rannsóknarnefnd um snjóflóðið í Súðavík

Nýskipuð rannsóknarnefnd um snjóflóðið í Súðavík til hægri: Dóra Hjálmarsdóttir …
Nýskipuð rannsóknarnefnd um snjóflóðið í Súðavík til hægri: Dóra Hjálmarsdóttir rafmagnsverkfræðingur, Þorsteinn Sæmundsson jarðfræðingur og Finnur Þór Vilhjálmsson héraðsdómari, sem jafnframt er formaður nefndarinnar. Gegnt þeim sitja þau Birgir Ármannsson forseti Alþingis og Ragna Árnadóttir skrifstofustjóri Alþingis. Ljósmynd/Alþingi

Rannsóknarnefnd hefur verið skipuð um snjóflóðið í Súðavík, sem varð 16. janúar 1995. Forseti Alþingis átti í dag fund með nefndarmönnum og afhent þeim skipunarbréf sín, en nefndin á að taka til starfa 1. janúar.

Í nefndina hafa verið skipuð Finnur Þór Vilhjálmsson héraðsdómari, sem er jafnframt formaður nefndarinnar, Dóra Hjálmarsdóttir rafmagnsverkfræðingur, og Þorsteinn Sæmundsson jarðfræðingur.

Alþingi samþykkti í apríl að skipa nefnd þriggja einstaklinga til að rannsaka málsatvik í tengslum við snjóflóð sem féll í Súðavík 16. janúar 1995.

Stór hluti Súðavíkurþorps var í rúst eftir snjóflóðið sem kom …
Stór hluti Súðavíkurþorps var í rúst eftir snjóflóðið sem kom úr Traðargili. mbl.is/RAX

Snjóflóðavarnir, upplýsingagjöf og eftirfylgni

Samkvæmt ályktun þingsins skal nefndin draga saman og útbúa til birtingar upplýsingar um málsatvik í því augnamiði að varpa ljósi á ákvarðanir og verklag stjórnvalda þar sem gerð verði grein fyrir:

  • Hvernig staðið var að ákvörðunum um snjóflóðavarnir, hvernig skipulagi byggðar var háttað með tilliti til snjóflóðahættu, gerð hættumats og hvernig staðið var að upplýsingagjöf um snjóflóðahættu til íbúa Súðavíkur,
  • Fyrirkomulagi og framkvæmd almannavarnaaðgerða í aðdraganda snjóflóðsins, í kjölfar þess og þar til hættuástandi var aflétt,
  • Eftirfylgni stjórnvalda í kjölfar snjóflóðsins.

Rannsóknarnefndin tekur til starfa 1. janúar 2025 og skal ljúka rannsókn sinni svo fljótt sem verða má og eigi síðar en einu ári eftir skipun hennar, segir í tilkynningu á vef Alþingis.

Málið komst á skrið eftir ítarlega umfjöllun Heimildarinnar á síðasta ári.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert