Vill svipta Seðlabankann sjálfstæði

Elvar Eyvindsson, oddviti Lýðræðisflokksins í Suðurkjördæmi, segir að barátta fyrir lækkun vaxta sé það mál sem aðgreini Lýðræðisflokkinn frá öðrum flokkum.

Spurður hvort þetta sé ekki mál sem allir flokkar tali fyrir segir Elvar:

„Ég hef grun um að við höfum byrjað á því allavega, eða ýtt svolítið af stað þeim pælingum,“ segir hann.

Lífeyrissjóðir veiti ríkinu lán

Hann segir að Lýðræðisflokkurinn vilji lækka vexti með því að setja á lög sem kveða á um að stýrivextir fái ekki að fara yfir 4%. Seðlabankinn yrði því sviptur sjálfstæði sínu.

Elvar er ekki ánægður með að lífeyrissjóðir fjárfesti í fyrirtækjum á hlutabréfamarkaði og vill þess í stað að þeir veiti ríkinu lán til að fjárfesta í innviðauppbyggingu.

„Mér finnst bara óeðlilegt eignarhald að lífeyrissjóðirnir skuli vera svona háir í eignarhaldi á öllum þessum fyrirtækjum. Mér finnst það bara óeðlilegt.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert