Átta flokkar næðu inn

Þessir nýju stólar bíða nýkjörinna þingmanna við Austurvöll.
Þessir nýju stólar bíða nýkjörinna þingmanna við Austurvöll. mbl.is/Eyþór

Einn flokkur félli af þingi og annar kæmi nýr inn ef úrslit alþingiskosninga yrðu í takt við skoðanakannanir Prósents fyrir Morgunblaðið síðustu vikur, svo þá yrðu átta flokkar á Alþingi.

Í blaðinu í dag má sjá úthlutun þingsæta í kjördæmi og uppbótar­sæti miðað við þær kannanir og nöfn þeirra þingmanna sem hlytu náð kjósenda í þeim mæli.

Bæði Framsóknarflokkur og Píratar héldu naumlega velli, en þeir eins og Sósíalistar væru aðeins með þrjá menn hver. Fylgið má hins vegar lítið breytast til þess að tveir þeirra féllu, en Framsókn virðist nokkuð örugg með tvo kjördæmakjörna.

Viðreisn hefur sem fyrr mest val um ríkisstjórnarmyndun og gæti t.d. myndað 32 manna stjórn með Samfylkingu og Pírötum með aðild að Evrópusambandinu að markmiði, eða 35 manna ef Framsókn bættist í hópinn, samkvæmt Reykjavíkurmódelinu svonefnda.

Viðreisn gæti einnig myndað 32 manna stjórn til hægri með Miðflokki og Sjálfstæðisflokki, eða aðra nær miðjunni með Flokki fólksins, auk ótal annarra ef fjórir eða fleiri flokkar koma að.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert