Meinadýravarnir Reykjavíkurborgar hyggjast hætta að sinna útköllum vegna músa hjá almenningi en halda áfram að sinna starfsstöðvum borgarinnar. Þá munu Meindýravarnir áfram sjá um eyðingu á rottum og minkum.
Þetta kemur fram í bréfi fjármálastjóra Meindýravarna til menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur (MIR).
Gefin hefur verið út gjaldskrá fyrir árið 2025. Innheimt verður tímagjald vegna þjónustu Meindýravarna, 6.490 kr. per klst. Samþykkt gjaldskrá er í dag 4.930 kr. per klukkustund.
Fram kemur í bréfinu að núgildandi gjaldskrá sé undir kostnaðarverði vegna vinnu starfsmanna.
Því sé lagt til að hækka gjaldskrána upp að kostnaðarverði fyrir vinnu Meindýravarna fyrir fyrirtæki og einstaklinga.
Umfjöllunina má nálgast í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.