Leit haldið áfram næsta sumar

Hvalveiðiskip San Juan sem endursmíðað er hjá Albaola. Leit heldur …
Hvalveiðiskip San Juan sem endursmíðað er hjá Albaola. Leit heldur áfram að skipum Baska við Ísland. Ljósmynd/Baskavinafélagið

Stefnt er að því að halda áfram leit að skipsflökum á hafsbotni í Reykjarfirði á Ströndum næsta sumar, segir Héðinn Ásbjörnsson, formaður Baskasetursins í Djúpavík.

Baskar veiddu hvali við Íslandsstrendur fyrr á öldum eins og margir vita en samkvæmt gömlum heimildum sukku í það minnsta þrjú basknesk skip í Reykjarfirði.

„Síðasta sumar prófuðum við nýja tækni þegar fyrirtækið Sjótækni gerði tilraun til að finna skipin með skanna. Það varð endasleppt vegna veðurs en eigendur Sjótækni urðu svo áhugasamir að þeir hafa boðað komu sína aftur næsta sumar,“ segir Héðinn í samtali við Morgunblaðið en hann er uppalinn í Djúpavík og þekkir vel sögurnar um Baskana og skipin.

„Hugmyndin að Baskasetrinu er sprottin af því að ég hef verið þátttakandi í undangengnum leiðöngrum Bjarna Einarssonar fornleifafræðings þegar hann reyndi að finna skipin. Hann er reyndar sérfræðingur í víkingaöldinni en þetta hefur verið áhugamál hjá honum þess utan. Hann leiddi nokkra leiðangra í þessum tilgangi en þeir voru líklega ekki nægilega vel fjármagnaðir. Auk þess eru heimildirnar um sjóslysin um fjögur hundruð ára gamlar.“

Mikið dýpi í firðinum

Eins og Morgunblaðið hefur fjallað um er Baskasetrið í Djúpavík í samstarfi við Baska bæði í spænska og franska hluta Baskalands. Héðinn segir að leit að skipunum sé hluti af því samstarfi.

Umfjöllunina má nálgast í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert