Meira samráð þarf við sundkeppendur

Aðeins þrjár sundlaugar á landinu eru 50 metrar: Laugardalslaug í …
Aðeins þrjár sundlaugar á landinu eru 50 metrar: Laugardalslaug í Reykjavík, Ásvallalaug í Hafnarfirði og Vatnaveröld í Reykjanesbæ. mbl.is/Sigurður Bogi

„Margar sundlaugar í dag eru ekki hannaðar fyrir keppni og jafnvel ekki hægt að æfa í þeim heldur,“ segir Ingibjörg Helga Arnardóttir, framkvæmdastjóri Sundsambands Íslands (SSÍ), en á dögunum birti SSÍ þarfagreiningu fyrir sundlaugar þar sem mælst er til þess að meira samráð sé haft við málsvara keppnisfólks þegar verið er að hanna sundlaugar eða laga og breyta.

Ingibjörg segir að lykilþáttur í góðum árangri keppnisfólks í íþróttum sé góð aðstaða til æfinga og keppni og því sé mikilvægt fyrir SSÍ að sundlaugar séu byggðar eða endurgerðar með það að markmiði að styðja við sundkennslu og æfingar keppnisfólks. Hún segir að þótt því beri að fagna að sund sé jafnvinsæl lýðheilsuíþrótt og raun ber vitni hafi æfingar sundíþróttamanna okkar oft mætt afgangi í þéttsetnum laugum t.d. vegna skólasunds.

Þarf betri innilaugar

Ingibjörg segir að í keppnislaugum þurfi að vera ákveðin dýpt og ákveðið hitastig en of oft séu byggðar kennslulaugar (12,5 m eða 16 2/3) sem eru of grunnar og heitar fyrir æfinga- og keppnisfólk.

Þá er líka mikilvægt að keppnislaugar séu innilaugar. „Þú getur ímyndað þér aðstöðuna fyrir íþróttakennara og þjálfara að standa úti yfir vetrartímann og kenna sund í íslenskri veðráttu.“

Umfjöllunina í heild sinni má nálgast í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert