Stofnun seturs um gervigreind og gagnavísindi

Ráðuneyti Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur leiðir vinnuna.
Ráðuneyti Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur leiðir vinnuna. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Í undirbúningi er stofnun gagnavísinda- og gervigreindarseturs við Háskóla Íslands. Þetta kemur fram í umsögn sérfræðinga í gagnavísindum og gervigreind við verkfræði- og náttúruvísindasvið HÍ um drög að aðgerðaáætlun um gervigreind, sem háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið kynnti nýlega.

Á setrið að gegna lykilhlutverki í að efla rannsóknir og menntun á sviði gervigreindar á Íslandi að því er fram kemur í umsögninni.

Almannarómur, miðstöð máltækni, leggur áherslu á að aðgerðunum í áætluninni verði fylgt eftir af krafti hið allra fyrsta. „Málaflokkurinn er í slíkum vexti að dagar og vikur geta haft áhrif á ábatann sem íslenskt samfélag kann að njóta af þessu stóra verkefni.“

Samtök iðnaðarins segjast vonast til að ný ríkisstjórn setji þessi mikilvægu mál í algjöran forgang. 

Hægt er að nálgast umfjöllunina í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert