Gripinn á stolinni bifreið

Eldur kviknaði í bifreið í Grafarvogi og varð altjón á …
Eldur kviknaði í bifreið í Grafarvogi og varð altjón á henni. Engin slys urðu þó á fólki. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lögregla handtók í gær mann sem keyrði um á stolinni bifreið. Er viðkomandi einnig grunaður um akstur undir áhrifum vímuefna. 

Var hann vistaður í fangageymslu í þágu málsins.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglu.

Alelda bifreið

Ökumaður var stöðvaður við almennt eftirlit en við skoðun á ökuskírteini vaknaði grunur um að um falsað ökuskírteini væri að ræða og viðkomandi því án gildra réttinda.

Eldur kviknaði í bifreið í Grafarvogi og varð altjón á henni. Engin slys urðu þó á fólki.

Innbrot og misskilningur

Í Kópavogi var tilkynnt um innbrot í heimahús og er málið nú í rannsókn.

Í hverfi 104 var óskað eftir aðstoð lögreglu vegna einstaklinga sem voru sagðir hafa komið sér í gistingu með svikum og prettum. Þegar lögreglu bar að garði reyndist vera um misskilning að ræða.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka