Krýsuvíkurvegur lokaður: Flutningabíll þverar veginn

Krýsuvíkurvegur er lokaður sem stendur.
Krýsuvíkurvegur er lokaður sem stendur. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Krýsuvíkurvegur er lokaður í báðar áttir vegna bíls sem þverar veginn og ekki er búist við að hann opnist fyrr en á milli kl. 11 og 12.

Frá þessu er greint á vef Vegagerðarinnar.

Þar segir að flughálka sé á Suðurstrandarvegi frá Þorlákshöfn að Selvogi og á Kjósarskarðsvegi og þá er einnig mjög hált á vegum á Suður- og Vesturlandi.

Á Norðausturlandi er þæfingsfærð í kringum Mývatn, á Mývatnsöræfum og á Hárekstaðaleið syðri. Snjóþekja, hálka eða hálkublettir eru á flestum leiðum og ófært er um Dettifossveg.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka