Spá skúrum eða slydduéljum

Hitastigið verður á bilinu tvö til sjö stig.
Hitastigið verður á bilinu tvö til sjö stig. mbl.is/Ómar

Búast má við suðvestan 10-18 m/s og skúrum eða slydduéljum. Þurrt verður þó að mestu á austanverðu landinu.

Hitastigið verður á bilinu tvö til sjö stig. 

Seinni partinn verður vestlægari átt með éljum á Vestfjörðum. Það kólnar og snýst svo í norðaustan 13-20 m/s í kvöld.

Á morgun má búast við norðaustan 8-15 m/s og snjókomu með köflum. Bjart verður að mestu sunnan heiða. Síðdegis mun þó draga úr ofankomu og kólna. 

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka