Rannsókn lögreglunnar á árásarmáli á Vopnafirði í október þar sem maður er grunaður um alvarlega líkamsárás gagnvart fyrrverandi sambýliskonu er lokið og er málið komið til héraðssaksóknara.
Þetta staðfestir Kristján Ólafur Guðnason, yfirlögregluþjónn á Austurlandi, í samtali við mbl.is. Maðurinn hefur setið í gæsluvarðhaldi frá 19 október og rennur það út 11. desember næstkomandi.
Hlynur Jónsson lögmaður hins grunaða sagði í samtali við mbl.is í síðustu viku að skjólstæðingur sinn hafi úrskurðaður áfram í gæsluvarðhald og að þessu sinni í hefbundnu fangelsi en maðurinn hafði áður verið úrskurðaður til að sæta vistun á geðdeild vegna ótta um að hann kynni að vera háskalegur sjálfum sér.
Maðurinn er grunaður um að hafa veist að fyrrverandi sambýliskonu sinni og reynt að stinga hana í kviðinn með járnkarli og herða að öndunarvegi hennar með verkfærum.