„Verðbólgan verið í frjálsu falli“

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra.
Bjarni Benediktsson forsætisráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir að ný verðbólgumæling Hagstofu Íslands séu mik­il­væg­ar frétt­ir fyr­ir kaup­mátt lands­manna og þá sem eru með verðtryggð lán.

Þetta segir Bjarni í færslu á Facbook en tólf mánaða verðbólga mælist nú 4,8% og lækkar um 0,3 prósentustig frá fyrri mánuði.

„Síðustu mánuði hef­ur verðbólga verið í frjálsu falli. Hún var 8% fyr­ir ári, 6,4% í júlí og 5,1% í októ­ber. Í dag birt­ast verðbólgu­töl­ur fyr­ir nóv­em­ber og eru spár sam­hljóða um að verðbólg­an sé enn á niður­leið. Gert er ráð fyr­ir að verðlag lækki milli mánaða og ræt­ist spárn­ar hef­ur verðlag hækkað um inn­an við 1% á hálfu ári,“ segir Bjarni.

Rangar ákvarðanir geta stýrt okkur af leið

Bjarni segir að allt bendi til þess að verðbólgan sé á niðurleið og verði kom­in ná­lægt verðbólgu­mark­miði snemma á næsta ári. Hann segir að verðbólgu­vænt­ing­ar gefi slíkt til kynna og þær hafa farið hríðlækk­andi í ár. Þá segir Bjarni að árangur aðhalds í rík­is­fjár­mál­um og ábyrgra kjara­samn­inga á vinnu­markaði sé að skila markverðum ár­angri og að árið 2025 gæti orðið ár vaxtalækkana.

„Rang­ar ákv­arðanir geta hins veg­ar hæg­lega stýrt okk­ur af leið. Í Bretlandi eru skatta­hækk­an­ir að hægja á vaxta­lækk­un­um og á evru­svæðinu var­ar evr­ópski seðlabank­inn við nýrri skuldakreppu. Á sama tíma vilja flokk­ar sem bein­lín­is byggja á skatta­hækk­un­um og ESB-aðild kom­ast til valda á Íslandi,“ segir Bjarni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka