„Verulega erfið deila“

Samn­inga­nefnd­ir kenn­ara, rík­is og sveit­ar­fé­laga komu saman til fundar hjá …
Samn­inga­nefnd­ir kenn­ara, rík­is og sveit­ar­fé­laga komu saman til fundar hjá ríkissáttasemjara klukkan 9 í morgun. mbl.isEggert Jóhannesson

Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari segir að langt sé í land í kjaradeilu kennara og ríkisins en deiluaðilar komu saman til fundar í Karphúsinu klukkan 9 í morgun.

Verkfallsaðgerðir kennara hafa staðið yfir frá því 29. október. Kennarar í tíu skólum eru í verkföllum og þann 10. desember bætast kennarar í tíu leikskólum í hóp þeirra sem eru í verkföllum og þann 6. janúar bætast við kennarar úr fjórum grunnskólum.

„Það er mjög langt á milli aðila og það verður bara að segjast eins og er að þetta er verulega erfið deila,“ sagði Ástráður við mbl.is áður en samningafundurinn hófst í húsakynnum ríkissáttasemjara.

Ástráður segir að enn sé verið að reyna að þróa þá braut sem fundist hafi um síðustu helgi en í gær voru vinnufundir allan daginn eins og dagana þar á undan.

„Ég er að vona að við getum náð koma viðræðunum á meira skrið og það er verkefni dagsins. Það er bara áfram gakk,“ segir Ástráður.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka