Systkini úr Miðflokknum saman á Alþingi

Nanna Margrét og Sigmundur Davíð.
Nanna Margrét og Sigmundur Davíð. Samsett mynd/mbl.is/María Matthíasdóttir

Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir, systir Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Miðflokksins, komst inn á Alþingi í nýafstöðnum kosningum.

Hún var í öðru sæti á lista Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi á eftir oddvitanum Bergþóri Ólasyni.

Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir.
Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir. mbl.is/María Matthíasdóttir

Flokkurinn hlaut 12,1% atkvæða í kosningunum og bætti við sig fimm þingsætum. Alls verða átta þingmenn Miðflokksins á Alþingi, þar á meðal Nanna Margrét.

Hún tók í fyrsta sinn sæti á Alþingi árið 2019 þegar hún kom inn sem varaþingmaður Miðflokksins í stað Gunnars Braga Sveinssonar sem var fjarverandi.

Sigmundur Davíð.
Sigmundur Davíð. mbl.is/María Matthíasdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert