Snorri sofnaði uppi á þaki í Brussel

Snorri Másson hitti Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur í Brussel um daginn. Upplýsir hann að í þeirri ágætu ferð hafi hann klifrað upp á þak og sofnað. Þorgerður segir að það hafi gerst af ástæðu.

Þetta upplýsa þau í kosningauppgjöri Spursmála sem fram fór á Hilton Reykjavik Nordica að kvöldi 1. desember síðastliðins.

Frásögnina af þessu má sjá og heyra í spilaranum hér að ofan.

Allt inni í höfði formannsins

Þar upplýsir Snorri einnig að Miðflokkurinn sé reiðubúinn til að taka sæti í ríkisstjórn.

„Þetta er náttúrulega allt inni í höfðinu á formanninum þessa stundina,“ bætir hann við.

Kosningauppgjörið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að neðan:

Snorri Másson og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir voru meðal gesta á …
Snorri Másson og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir voru meðal gesta á kosningauppgjöri Spursmála. mbl.is/samsett mynd
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert