Allt að 80% aukning milli ára

Mikið er að gera í vöruhúsum við pökkun og frágang …
Mikið er að gera í vöruhúsum við pökkun og frágang sendinga eftir stóra netverslunardaga. mbl.is/Árni Sæberg

„Það er heilmikil aukning milli ára. Það kemst kannski einhvern tímann eitthvert jafnvægi á en það er ekki komið að því enn,“ segir Hrólfur Andri Tómasson, framkvæmdastjóri dreifingarfyrirtækisins Dropp.

Miklar annir hafa verið í verslun að undanförnu í tengslum við þrjá vinsæla netverslunardaga; dag einhleypra, svartan föstudag og netmánudag. Þeir tveir síðarnefndu eru nýafstaðnir og voru óvenju seint á ferðinni í ár, runnu saman við fyrstu helgina í aðventu þegar fólk hafði fengið útborgað. Það er því óhætt að segja að kortin hafi verið rauðglóandi síðustu daga, bæði í netverslun og í stórum verslunarkjörnum þar sem margt fólk var um helgina.

Fyrsta vikan í desember stór

Hrólfur segir að hjá Dropp sé enn verið að taka á móti pökkum til dreifingar. Ljóst sé þó að mikil aukning hefur verið milli ára.

„Það er 80% aukning í sendingum í kringum Black Friday og Cyber Monday milli ára. Þeir eru reyndar seinna á ferð en áður, nú er komið inn í desember og fólk fékk útborgað á föstudaginn. Fyrsta vikan í desember er alltaf stór. Ef við skoðum bara Singles Day þá er aukningin í kringum hann um 60%. Það lýsir þessu kannski betur.“

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert