Norlandair annast Húsavíkurflug

Norlandair Flugfélagið mun fljúga á milli Reykjavíkur og Húsavíkur.
Norlandair Flugfélagið mun fljúga á milli Reykjavíkur og Húsavíkur. Morgunblaðið/Guðlaugur J. Albertsson

Vegagerðin hefur fyrir hönd ríkisins samið við flugfélagið Norlandair um að fljúga fjórar ferðir í viku hverri á milli Húsavíkur og Reykjavíkur.

Samningurinn tekur til tímabilsins 16. desember nk. til 15. mars á næsta ári. Ekki liggur fyrir enn hvaða daga verður flogið en flugáætlun Norlandair er sögð væntanleg. Heildarverð samningsins er ríflega 41,5 milljónir króna, en Vegagerðin greiðir tæplega 800 þúsund fyrir hverja flugferð. Ein ferð er skilgreind sem flugferð fram og til baka.

Þá hefur og verið samið við Mýflug um að fljúga til Vestmannaeyja fjórum sinnum í viku á tímabilinu 1. desember í ár til 28. febrúar á næsta ári. Hljóðar samningurinn upp á að boðið verði upp á samtals 936 flugsæti á tímabilinu, þ.e. í desember til og með febrúar, og að flognar verði 52 ferðir fram og til baka á þessum tíma.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert