Skúrir eða él á víð og dreif

Það er vetrarfærð víða um land.
Það er vetrarfærð víða um land. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Í dag er spáð suðvestan 5 til 13 metrum á sekúndu og bjart verður með köflum norðaustan til. Verður suðvestlæg eða breytileg átt, 3-10 m/s, í öðrum landshlutum og skúrir eða él á víð og dreif.

Gengur í norðaustan 8-15 m/s með snjókomu eða slyddu síðdegis og rigningu við suður- og austurströndina, en úrkomulítið verður norðvestan til.

Norðan og norðvestan 8-15 m/s verða á morgun, en heldur hvassari vindur austan til. Allvíða verður snjókoma, einna mest á Austfjörðum, en sums staðar slydda eða rigning þar á láglendi.

Hiti verður kringum frostmark.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert