Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss

Þyrla gæslunnar er á leiðinni og er önnur í viðbragðsstöðu.
Þyrla gæslunnar er á leiðinni og er önnur í viðbragðsstöðu. mbl.is/Árni Sæberg

Rútuslys varð á milli Hafnar og Fagurhólsmýrar síðdegis í dag. Ein þyrla Landhelgisgæslunnar hefur verið send á slysstað og er önnur í viðbragðsstöðu.

Þetta segir Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, í samtali við mbl.is. Rúv greindi fyrst frá. 

Ekki liggur fyrir hversu margir voru um borð í rútunni. 

Hópslysaáætlun og samhæfingarstöð almannavarna var virkjuð í kjölfarið. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert