Tveir handteknir grunaðir um frelsissviptingu

Tveir voru handteknir í íbúð í Breiðholti í dag eftir að lögreglu barst tilkynning um frelsissviptingu og rán. 

Fram kemur í dagbók lögreglu að húsráðandi í íbúðinni sé brotaþoli í málinu. Hinir handteknu voru færðir höndum á staðnum og vistaðir í fangaklefa.

Þeir voru báðir í annarlegu ástandi vegna fíkniefnaneyslu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert