Um tuttugu manns voru um borð í rútunni sem hafnaði utan vegar á sjöunda tímanum á þjóðvegi eitt austan við Hala í Suðursveit.
Viðbragðsaðilar eru á svæðinu að sögn Sveins Kristjáns Rúnarssonar, yfirlögregluþjóns á Suðurlandi, og hefur veginum verið lokað á meðan staðan er metin.
Björgunarsveitir í nágrenninu voru kallaðar út auk þess sem að þyrla Landhelgisgæslunnar er á leiðinni á vettvang.
Sveinn segir að við fyrstu sýn virðist enginn alvarlega slasaður.
Samkvæmt heimildum mbl.is var vegurinn ekki sandaður og er glerhálka á veginum.