Öllum þeim sem eru með dróna í sinni umsjá er nú gert skylt að skrá sig inn á flydrone.is og greiða skráningargjald. Allir drónar þurfa að vera merktir og þeir sem fljúga stærri drónum þurfa að þreyta hæfnispróf.
Nýjar og strangari reglur hafa tekið gildi um drónaflug eftir innleiðingu á reglugerðum Evrópusambandsins.
Þetta kemur fram á vef Samgöngustofu.
Helstu breytingarnar með nýjum lögum eru þau að nú er komin skráningarskylda. Þannig þurfa þeir sem fljúga dróna, hvort sem þeir sem vega undir 250 grömm eða meira, að skrá sig.
Þar að auki þarf nú að merkja alla dróna með símanúmeri umsjónarmanns.
Þeir sem fljúga drónum sem eru yfir 250 grömm þurfa nú að þreyta hæfnispróf og fá hæfnivottorð. Það sama gildir um þá sem fljúga drónum utan sjónlínu og hærra en 120 metra.
Reglurnar flokka drónaaðgerðir í þrjá flokka eftir áhættu:
Opinn flokkur: Fyrir lága áhættu með dróna sem vega minna en 25 kg, haldið innan sjónlínu og í allt að 120 metra hæð. Flokkurinn skiptist í:
Sérstakur flokkur: Fyrir miðlungs áhættu sem fellur ekki undir opna flokkinn. Krefst leyfis sem byggir á áhættumati.
Vottaður flokkur: Fyrir mikla áhættu, svo sem stórar dróna eða dróna sem flytja farþega, þar sem krafist er vottunar fyrir bæði dróna og rekstraraðila.