Matvöruverslun á Bauhaus-reit?

Bauhaus-reiturinn Gert er ráð fyrir því í tillögunni að matvöruverslunin …
Bauhaus-reiturinn Gert er ráð fyrir því í tillögunni að matvöruverslunin rísi á bílastæðinu fyrir framan Bauhaus. Tölvuteikning/THG-arkitektar

Eigendur byggingar við Lambhagaveg, sem hýsir byggingarvöruverslun Bauhaus, hafa undanfarin þrjú ár reynt að fá Reykjavíkurborg til að heimila rekstur matvöruverslunar á lóðinni. Þeir hafa ekki haft erindi sem erfiði fram til þessa.

Ef fallist verður á beiðnina fá íbúar Grafarholts og Úlfarsárdals matvöruverslun í nágrenninu. Í könnun sem gerð var í hverfinu, þ.e. póstnúmeri 113, sögðu 82,3% aðspurðra líklegt að þau myndu gera innkaup í hinni nýju verslun.

Á fundi borgarstjórnar Reykjavíkur 19. nóvember sl. lögðu borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins fram tillögu um að heimilt yrði að reisa matvöruverslun á Bauhaus-reitnum við Lambhagaveg. Er áformað að verslunin verði í nýbyggingu á bílastæðinu fyrir framan verslunina.

Nýtt hús Hugmynd arkitektanna að nýbyggingunni á Bauhaus-reitnum.
Nýtt hús Hugmynd arkitektanna að nýbyggingunni á Bauhaus-reitnum.

Samþykkt var með 13 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar gegn níu atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, Sósíalistaflokks Íslands og Vinstri-grænna að fresta málinu. Borgarfulltrúi Flokks fólksins sat hjá.

Í tillögu sjálfstæðismanna er lagt til að ráðist verði í breytingu á aðalskipulagi sem heimili rekstur matvöruverslunar á reit M9c (Bauhaus-reit) sem er á skilgreindu miðsvæði við Lambhagaveg-Vesturlandsveg. Nú er óheimilt að vera með matvöruverslun á umræddum reit samkvæmt aðalskipulagi.

Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu í dag, 5. desember. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert