Fyrirhugað baðlón í Laugarási hefur fengið nafnið Laugarás Lagoon og er áformað að opna það næsta sumar, að sögn Hjalta Gylfasonar, forsvarsmanns Laugaráss Lagoon.
„Framkvæmdir ganga vel og eru á áætlun. Einvala lið iðnaðarmanna kemur að verkinu með okkur og er áformað að ljúka verklegum framkvæmdum í vor. Baðsvæðið og lögun hússins einkennast af hringlaga formum, sem er krefjandi í framkvæmd en með góðri samvinnu helstu samstarfsaðila er sá hluti langt kominn,“ segir Hjalti.
„Lóðin var upphaflega keypt árið 2016 með það í huga að byggja hótel með stóru baðsvæði. Síðan hefur hugmyndin þróast og breyst með það að markmiði að byggja fyrst upp áfangastaðinn, baðlón og veitingastað, og síðan hótel í kjölfarið.“
Nánari umfjöllun má finna í Morgunblaðinu í dag.