Þriggja bíla árekstur varð á gatnamótum Miklubrautar og Háaleitisbrautar um klukkan 19 í kvöld. Sá sem olli árekstrinum hljóp af vettvangi.
Þetta upplýsir Lúðvík Kristinsson, varðstjóri umferðardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við mbl.is.
Hann segir málið vera í vinnslu og að ekki liggi fyrir upplýsingar um hvort einhver hafi slasast.
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hafði þó ekki fengið tilkynningu um sjúkraflutning vegna málsins þegar mbl.is kannaði málið.