Olli þriggja bíla árekstri og flúði

Slysið varð á gatnamótum Miklubrautar og Háaleitisbrautar.
Slysið varð á gatnamótum Miklubrautar og Háaleitisbrautar. Ljósmynd/Aðsend

Þriggja bíla árekstur varð á gatnamótum Miklubrautar og Háaleitisbrautar um klukkan 19 í kvöld. Sá sem olli árekstrinum hljóp af vettvangi.

Þetta upplýsir Lúðvík Kristinsson, varðstjóri umferðardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við mbl.is.

Hann segir málið vera í vinnslu og að ekki liggi fyrir upplýsingar um hvort einhver hafi slasast.

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hafði þó ekki fengið tilkynningu um sjúkraflutning vegna málsins þegar mbl.is kannaði málið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert