Viðræður hefjast á þriðja tímanum

Kristrún Frostadóttir, Inga Sæland og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir.
Kristrún Frostadóttir, Inga Sæland og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir. mbl.is/Eyþór Árnason

Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segir að fundarhöld fyrri hluta dags hafi verið bæði upplýsandi og frábær.

Ekki var þó um formlegar stjórnarmyndunarviðræður á milli formannanna að ræða heldur hefjast þær núna á þriðja tímanum. 

Þetta segir Inga í samtali við mbl.is. Ekki stendur til að veita frekari viðtöl í dag.

Funduðu með sérfræðingum frá stjórnsýslunni

Fundarhöld hjá formönnunum hófust klukkan 9.30 í morgun en Inga segir að þau hafi aðeins verið með sérfræðingum frá stjórnsýslunni til þess að fá upplýsingar. 

Stjórnarmyndunarviðræður á milli formanna Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins hefjast á ný klukkan 14.15, að hennar sögn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert