Yfir á rauðu ljósi: Tveir fluttir á slysadeild

Sjúkrabíll á ferðinni.
Sjúkrabíll á ferðinni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Tveir voru fluttir á slysadeild með minniháttar meiðsli eftir að sendibíll og fólksbíll rákust saman á gatnamótum Sæbrautar og Holtavegar um hálftíuleytið í morgun.

Að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu fór annar bíllinn yfir á rauðu ljósi, sem leiddi til árekstrarins. 

Báðir bílar skemmdust nokkuð en varðstjórinn hefur ekki upplýsingar um hvort þeir voru dregnir af vettvangi. Tækjabíll slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu var sendur á svæðið til að tryggja vettvang.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert