Faraldur en venjulegt ástand

Guðrún útilokar ekki að fleiri greinist í þessari viku.
Guðrún útilokar ekki að fleiri greinist í þessari viku. mbl.is/Eggert

Þótt faraldur RS-veirusýkinga sé hafinn hér á landi segir Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir ástandið venjulegt fyrir þennan árstíma.

Alls greindust 45 einstaklingar í síðustu viku, meiri hluti á aldrinum tveggja ára eða yngri. 14 lágu inni á Landspítala, þar af 10 börn á aldrinum tveggja ára eða yngri.

Guðrún segir mikilvægt að gera greinarmun á árstíðabundnum faraldri og óvæntum faraldri. „Við erum að sjá alveg sama munstur núna og við höfum séð áður. Þetta fer svolítið hratt upp en það er ekkert óvenjulegt,“ segir Guðrún. Hún segir erfitt að segja hvort faraldurinn sé í hámarki eða á uppleið en útilokar ekki að fleiri muni hafa greinst í þessari viku en síðustu þegar þær tölur verða gerðar upp.

Í síðustu viku greindust 11 með inflúensu úr öllum aldurshópum og fjölgaði greiningum frá vikunni á undan. Guðrún segir inflúensuna sækja í sig veðrið á þessum árstíma en toppi yfirleitt í kringum ársbyrjun. Ekki er óvanalegt að fjöldi smita á viku sé um og yfir 100 þegar mest lætur að sögn Guðrúnar sem greinir ekki mikla aukningu inflúensusmita eins og er. 

Lesa má nánar um málið í Morgunblaðinu í gær

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert