Skriðu- og krapaflóðahætta í hlýindum

Undir giljum og lægðum þar sem enn er snjór getur …
Undir giljum og lægðum þar sem enn er snjór getur þó verið krapaflóðahætta. mbl.is/Jónas Erlendsson

Í kvöld og aðfaranótt mánudags er spáð mikilli rigningu á vestan- og sunnanverðu landinu. Mest verður úrkoman í grennd við Mýrdalsjökul, Eyjafjallajökul og Öræfajökul. Víða er orðið snjólétt til fjalla.

Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Veðurstofu Íslands en þar segir að undir giljum og lægðum þar sem enn er snjór geti þó verið krapaflóðahætta.

Mest er hættan talinn vera þar sem rignir næsta sólarhringinn. Einnig má búast við vatnavöxtum á öllu landinu en sérstaklega á vestan- og sunnanverðu landinu þar sem rignir næstu tvo sólarhringa.

Ekki hafa borist fregnir af ofanflóðum það sem af er hlýindunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert