Væg ókyrrð á Hengilssvæði

Skjálftarnir í kvöld spruttu líkast til af niðurdælingu hjá Hellisheiðarvirkjun.
Skjálftarnir í kvöld spruttu líkast til af niðurdælingu hjá Hellisheiðarvirkjun. mbl.is/RAX

„Þetta eru tíu-fimmtán skjálftar sem hafa mælst þarna uppi við Húsmúla á Hengilssvæðinu, sá stærsti 1,9 en flestir undir 0,5,“ segir vakthafandi jarðfræðingur á skjálftavakt Veðurstofu Íslands í samtali við mbl.is um röð smáskjálfta á Hengilssvæðinu í kvöld.

Um alvanalegt fyrirbæri sé að ræða og í þessu tilfelli líkast til niðurdæling á vegum Hellisheiðarvirkjunar sem valdið hefur titringnum.

„Það er ekkert mikið að gerast þarna og ekki óalgengt auðvitað að þetta gerist á þessu svæði,“ segir vakthafandi að lokum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert