Víðáttumikil lægð suðvestur í hafi nálgast landið og stjórnar veðri hér næstu daga. Á morgun er spáð suðaustan stinningskalda eða allhvössum vindi.
Svo segir í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands.
Útlit er fyrir rigningu eða slyddu á morgun, einkum sunnan- og vestanlands. Úrkomulítið verður á Norðausturlandi þar til síðdegis á morgun. Veður fer hlýnandi.
Á fimmtudag er útlit fyrir ákveðna sunnan- og suðvestanátt með skúrum eða éljum á sunnan- og vestanverðu landinu.
Snýst í norðvestanátt með snjókomu norðvestanlands um kvöldið og kólnar, en þá verður lægðin komin norðaustur fyrir land.